Brúa námslán
– Þín framtíð
Námslán Brúa eru sniðin að þörfum námsmanna sem stefna að framhaldsnámi eða öðru sérfræðinámi.
Einnig er starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu á Íslandi lánshæft.
Hægt er að velja bæði um framfærslulán og skólagjaldalán í umsóknarferlinu.
Fjármagn til að láta drauma þína um nám rætast
Námslán Brúa er auðveld leið til að fjármagna menntun þína. Lánin okkar hjálpa til við að styðja við sjálfstæði þitt og auðvelda lífið á meðan á námstíma stendur með sveigjanlegum endurgreiðslumöguleikum.
Nánar um námslánSpurt og svarað
Allir þurfa að standast lánhæfismat, og greiðslumat ef lög gera kröfu um það. Hver umsókn er metin sérstaklega með tillit til námsáætlunar.
Brúa gefur sér þrjár vikur til þess að afgreiða lánsumsókn.
Byrjað er að greiða af láninu sex mánuðum eftir að umsækjandi lýkur námi. Í umsóknarferlinu er valin dagsetning hvenær námi lýkur.
Smelltu á hnappinn “Umsóknarvefur” efst í horninu hægra megin á síðunni. Þar þarftu að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum. Til að fullnægja umsóknarskilyrðum verður að svara öllum þeim spurningum sem þar koma fram og hlaða upp umbeðnum fylgiskjölum sem þarf til að hægt sé að meta lánshæfi. Eftir innskráningu getur þú séð öll samskipti við Brúa, stöðu umsókna og lána. Þegar þessu ferli er lokið getur tekið allt upp í tvær vikur að meta og staðfesta umsóknina ef við á.
Brúa er nútímalegt lánafélag á netinu
Við leitumst við að umsækjendur geti sótt um námslán á einfaldan og þægilegan hátt og notum til þess nútíma fjártæknilausnir.
Það er til hagsbóta fyrir einstaklinga að fjárfesta í menntun og um leið samfélagið allt.
Mínar síður
Skráðu þig inn á þínar síður og hafðu aðgang að öllum upplýsingum og samskiptum við Brúa og stöðu námslána hverju sinni á þínu svæði.
Við leitumst við að tryggja góða þjónustu og svara fyrirspurnum ef þú finnur ekki svör við þínum spurningum. Sendu okkur póst á brua@brua.is