Brúa námslán

Um Brúa

Námslán Brúa eru bæði framfærslulán og skólagjaldalán. Þau eru í boði fyrir alla námsmenn sem ætla í háskólanám á Íslandi eða erlendis. Einnig er starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu á Íslandi lánshæft.

Mætum auknum kostnaði við framhaldsmenntun

Hér er um viðbótarvalkost að ræða fyrir þá sem þurfa að fjármagna kostnaðarsamt nám, eða hafa hug á því að mennta sig frekar eftir nokkur ár á vinnumarkaði eða meðfram vinnu.


Fjártækni

Brúa er framarlega í fjártæknilausnum og nýtir möguleikana til að auðvelda umsækjendum um skilvirkt og einfalt umsóknarferli. Lánafélagið notar sömu lána-, og skjalakerfi sem mörg íslensk fjármálafyrirtæki nota í daglegum rekstri.


Lánstími er frá einu ári í sjö ár og eru lánin allt frá 750.000 kr til 7.000.000 kr.

Námsmenn sem eru með lán hjá Menntasjóði Námsmanna (LÍN) geta einnig sótt um lán hjá Brúa.

Námslán veitt óháð námsframvindu

Námsmenn fá greitt óháð námsframvindu og eru námslánin hugsuð til þess að auðvelda lífið við kostnaðarsamt nám.

Auknir möguleikar til náms

Með tilkomu Brúa fjölgar möguleikum námsmanna til að kosta nám sitt, hvort sem um er að ræða skólagjöld eða hærri framfærslu meðan á námi stendur.

Viðbótarvalkostur til að auðvelda menntun

Námslán Brúa koma sér vel þegar tekjuviðmið LÍN eða hámörk á skólagjaldalánum skerða möguleika námsmanna.
Aðstæður námsmanna í háskólanámi geta þó verið ólíkar og því hentar ekki sama leiðin öllum þegar kemur að því að fjármagna nám. Sem dæmi, fjölskyldufólk sem er á leið til útlanda í kostnaðarsamt framhaldsnám, allir þeir sem hafa hug á að mennta sig eftir nokkur ár á vinnumarkaði eða stunda nám meðfram vinnu.
Í mörgum tilvikum fá námsmenn ekki full eða nein námslán og er því námslán hjá Brúa góður viðbótarkostur.

Sendu okkur línu