Brúa námslán

Spurt og svarað

Listi yfir þær spurningar og svör sem lántaki gæti þurft að vita áður en sótt er um lán.

Sendu okkur línu ef þú ert með spurningu eða ef þú fannst ekki svar við henni hér.

Allir þurfa að standast lánhæfismat, og greiðslumat ef lög gera kröfu um það.  Hver umsókn er metin sérstaklega með tillit til námsáætlunar.

Brúa gefur sér þrjár vikur til þess að afgreiða lánsumsókn.

Höfuðstóll verðtryggðs láns er verðtryggður miðað við vísitölu neysluverðs. Það þarf að verðbæta höfuðstólinn áður en reglulegar afborganir og vextir eru reiknuð út. Ef tekið er dæmi af 1 m.kr. láni þar sem vísitala neysluverðs hækkar um 1% milli gjalddaga, t.d. úr 100 stigum í 101 stig, þá þarf einnig að hækka (verðbæta) höfuðstólinn um 1%. Hann hækkar því úr 1 m.kr. í 1,01 m.kr. áður en vaxta- og afborgunargreiðslur eru reiknaðar.

Höfuðstóll óverðtryggðs láns tekur ekki breytingum í tengslum við vísitölu neysluverðs. Fyrir vikið eru óverðtryggðir vextir hærri en verðtryggðir.

Segja má að verðtryggt lán feli almennt í sér lægri greiðslubyrði en óverðtryggt.

Dæmi um verðtryggt jafngreiðslulán

Dæmi. Lánsfjárhæð, 4.000.000. Lánstími 7 ár. Vextir 9%. Verðbólga 8%. Vextir alls 1.883.812. Verðbætur alls. 1.270.977. Fyrsta greiðsla 69.017kr en við bætast 4.900kr í umsýslu og skjalagerðargjald hvern mánuð ofan á afborganir sem innborgun og útgreiðsla á sér stað. Og hækkar upphæðin sem nemur því.

Ekki er greitt af láni á meðan umsækjandi er í námi. Einnig er gefið sex mánaða tímabil eftir nám án afborgana. Athugið að höfuðstóll og vextir safnast saman þar til byrjað er að greiða af láninu.

*miðast við að verðbólga haldist óbreytt.

Lántökukostnaður er 7,5% eða 300.000 af höfuðstól. Greitt er skjalagerðargjald 4.900 kr af hverri afborgun og inngreiðslu láns. Ef að afborganir eru 54 mánuðir og innborgun af láni til lánstaka er 1 greiðsla þá er heildarupphæð 269.500 kr í umsýslu- og skjalagerðargjald.

Árleg hlutfallstala kostnaðar miðað við ofangreint dæmi er 19%

Dæmi um óverðtryggt lán

Dæmi. Lánsfjárhæð, 4.000.000. Lánstími 7 ár. Vextir REIBOR 1M 9,5% + 7,5% álag eða 17% vextir. Vextir greiddir 2.866.437. Fyrsta greiðsla 81.863kr en við bætast 4.900kr í umsýslu og skjalagerðargjald hvern mánuð ofan á afborganir sem innborgun og útgreiðsla á sér stað. Og hækkar upphæðin sem nemur því.

Ekki er greitt af láni á meðan umsækjandi er í námi. Einnig er gefið sex mánaða tímabil eftir nám án afborgana. Athugið að höfuðstóll og vextir safnast saman þar til byrjað er að greiða af láninu.

*miðast við að verðbólga haldist óbreytt.

Lántökukostnaður er 7,5% eða 300.000 af höfuðstól. Greitt er skjalagerðargjald 4.900 kr af hverri afborgun og inngreiðslu láns. Ef að afborganir eru 54 mánuðir og innborgun af láni til lánstaka er 1 greiðsla þá er heildarupphæð 269.500 kr í umsýslu- og skjalagerðargjald.

Árleg hlutfallstala kostnaðar miðað við ofangreint dæmi er 19%

Smelltu á hnappinn “Umsóknarvefur” efst í horninu hægra megin á síðunni. Þar þarftu að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum. Til að fullnægja umsóknarskilyrðum verður að svara öllum þeim spurningum sem þar koma fram og hlaða upp umbeðnum fylgiskjölum  sem þarf til að hægt sé að meta lánshæfi.  Eftir innskráningu getur þú séð öll samskipti við Brúa, stöðu umsókna og lána. Þegar þessu ferli er lokið getur tekið allt upp í tvær vikur að meta og staðfesta umsóknina ef við á.

Lánstími námslána er frá einu ári í sjö ár að hámarki.

Ekkert uppgreiðslugjald er innheimt af lánum með breytilega vexti. Uppgreiðslugjaldið er 1% af fjárhæð endurgreiðslu af láni sem ber fasta vexti ef lengri tími en eitt ár er á milli greiðslunnar og loka lánstímans. Ef eitt ár eða minna er eftir af lánstíma skal uppgreiðslugjald vera 0,5% af fjárhæð endurgreiðslunnar. Uppgreiðslugjald skal þó að hámarki vera sú vaxtafjárhæð sem skuldari mundi hafa greitt lánveitanda á tímabilinu frá greiðslu fyrir gjalddaga og til loka lánstímans.

Þegar lán lendir í vanskilum bætast dráttarvextir og innheimtukostnaður við lánið. Innheimtukostnaður miðast við reglugerð hámarks innheimtukostnaðar frá fjármálaráðuneytinu.
Sjá hér : https://island.is/reglugerdir/nr/0037-2009/d/2015-04-30/diff 

Krafa myndast í heimabanka fyrir hverja afborgun.

Byrjað er að borga frystu afborgun af námsláninu sex mánuðum eftir að námi líkur samkvæmt umsókn.

  • Lánanefnd skoðar marga þætti til að skilja núverandi og framtíðar fjárhagsstöðu þína. Ef endurskoðun þessara upplýsinga gefur til kynna að þú farir yfir áhættumörk okkar fyrir getu þína til að halda uppi mánaðarlegum lánagreiðslum eða annað sem tengist námsmarkmiðum, skólum eða öðrum þáttum verður umsókninni hafnað.
  • Ef mistök voru í umsókn þinni verður endurmat við leiðréttingu en ef að skólinn þinn eða námsáætlun er ekki studd við lánshæfismat okkar gæti umsókninni verið hafnað. Þú gætir verið gjaldgeng/ur í framtíðinni ef þú sækir annan skóla eða nám.
  • Þó að það sé ekkert lágmarkseinkunnarmeðaltal, getur Brúa tekið til greina námsárangur þegar hann greinir framtíðarmöguleika. Það getur haft áhrif á samþykki umsókna.
  • Umsókn þinni getur verið hafnað vegna vanskila við eldri eða núverandi lánaskuldbindingar og einnig ef að önnur vanskil í lánasögu þinni fela í sér verulega áhættu. Við bendum á að hægt sé að setja sig í samband við CreditInfo og fá nánari upplýsingar á vanskilasögu.
  • Þú getur sótt um aftur um námslán 60 dögum eftir að fyrri umsókn þinni var hafnað. Vinsamlegast athugið að ef aðstæður þínar hafa ekki breyst mun ákvörðun Brúa líklega ekki breytast.

Til að geta undirritað öll skjöl rafrænt þarf að vera með rafræn skilríki í síma. Rafræn skilríki á SIM kortum farsíma hafa fimm ára líftíma. Hægt er að endurnýja skilríkin á mitt.audkenni.is en það þarf að gerast áður en skilríkin renna út.

Undirskrift fer fram með rafrænum skilríkjum. Eftir að hafa fengið samþykkt námslán er öllum skjölum safnað í eina rafræna undirritun á svæði umsækjanda hjá Brúa. 

Sendu okkur línu