Brúa námslán
Vefkökur
Notendaupplifun og aukið þjónustustig
Brúa getur notað vefkökur til að bæta notendaupplifun og þjónustustig gesta á síðunni. Stefnan hér að neðan útskýrir nánar hvernig það væri gert og hvernig vefkökur eru notaðar og haldið utan um þær.
Hvað eru vefkökur (e. Cookies)?
Vefkökur eru litlar textaskrár sem eru settar í tölvuna eða snjalltækið þitt þegar þú heimsækir vefsíðu. Þegar þú heimsækir síðuna aftur í sama tæki, muna vefkökurnar hver þú ert og hvernig þú notaðir síðuna. Slíkar vefkökur eru notaðar til þess að bæta virkni vefsíðunnar, greina umferð um hana og bæta þjónustu við notendur. Flestar vefkökur eru varðveittar aðeins stuttan tíma en aðrar geta verið varðveittar lengur.
Vefkökur auðvelda vefsíðunni eða öðrum vefsíðum að vita hvaða tæki þú notar við næstu heimsókn. Fæstar vefkökur safna upplýsingum sem auðkenna þig, en leita í staðinn að almennum upplýsingum eins og hvernig notendur koma á síðuna og nota hana eða almennum upplýsingum um staðsetningu notandans.
Hvaða vefkökur notar Brúa?
Brúa getur notað fyrsta-aðila vefkökur (e. first-party cookies) og þriðja-aðila vefkökur (e. third-party cookies).
Fyrsta-aðila vefkökur eru búnar til á því vefsvæði sem þú heimsækir, í þessu tilfelli síðum Brúa.
Sumar af þessum vefkökum eru nauðsynlegar fyrir fulla virkni vefsíðunnar ef við á og til þess að þú getir notað allt sem er í boði á síðunni, svo sem aðgang að öruggum svæðum síðunnar. Virkni síðu sem notar vefkökur getur skerst ef að þeim er hafnað.
Brúa getur einnig notað Google Analytics og Facebook Pixel vafrakökur sem safna upplýsingum nafnlaust og gefa skýrslur um þróun á vefsvæðum án þess að greint sé frá stökum notendum eða persónuupplýsingum. Brúa áskilur sér rétt til að geta birt notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi Google og Facebook. Þeir sem ekki vilja sjá slíkar auglýsingar geta slökkt á notkun á vafrakökum.
Nauðsynlegar vefkökur gætu verið ómissandi til þess að vefsíðan virki eins og væntanlegt er. Þær gætu verið notaðar til að skrá sig inn í kerfi Brúa og fylgjast með afköstum og frammistöðu vefsíðunnar og til að merkja sérstök svæði á vefsíðunni sem tengjast heimsókn notandans.
Notendur geta hvenær sem er stillt vefvafrann sinn þannig að notkun á vafrakökum er hætt. Annað hvort þannig að vefkökurnar vistast ekki eða að vafrinn biður um leyfi notenda fyrst.